Já, draumar geta ræst! Sófinn R1 er orðinn að veruleika og af því tilefni mun ERR design sýna sófann í GÁ húsgögnum, Ármúla 19, Reykjavík. Sófinn er hannaður fyrir Glerártorg á Akureyri og mun á næstu vikum verða þar fyrir gesti verslunarmiðstöðvarinnar til að setjast í og njóta lífsins.    

Einbýli í Árbæ

Ég endurhannaði 280 fm einbýlishús í samstarfi við eigendur og aðlagaði að þeirra daglegu þörfum, þar sem öllu var hent út og húsið nánast gert fokhelt. Ég aðstoðaði þau við val á nýjum innréttingum bæði í eldhús og önnur rými, gólfefnum, lýsingu og liti á veggi. Ég sérteiknaði og stækkaði hurð milli forstofu og gangs, sérteiknaði […]

Morgunblaðshúsið móttaka

Ég hef hannað hin ýmsu skrifstofuhúsnæði, hér má sjá skrifstofuhúsnæði Morgunblaðsins við Hádegismóa. Morgunblaðshúsið var unnið þegar ég starfaði hjá THG Arkitektum ásamt frábæru starfsfólki þess góða fyrirtækis. Ég sá um skipulagningu rýmisins innandýra og fékk nokkuð frjálsar hendur til að koma með áherslu punkta eins og allar hurðir eru hærri en venjulegar hurðir á […]

ÞOR skrifstofa

Ég hannaði allt rýmið, skipti niður í skrifstofur og fundarherberg fyrir ÞOR (Þróun og ráðgjöf)i. Notaði gler inn á milli til að létta til, en lét fallegan viðarvegg halda sér í fundarherbergi sem gaf mikin karakter. Stór ljósmynd eftir Þorvald Örn Kristmundson setti einnig mikinn svip á fundarherbergið. Ég hannaði alla lýsingu í loftinu, valdi […]

Pósthússtræti skrifstofuhúsnæði (í gamla apótekhúsinu)

Eignarhaldsfélagið Fasteign og Klasi voru með skrifstofur í Pósthússtræti, í gamla apótekhúsinu. Það var mjög gaman að hanna inn í svona gömlu húsi með mikla sögu. Ég leyfði mörgu sem vel var gert að halda sér, sérteiknaði stóra og fallega hurð með frönskum gluggum inn í stóra fundarherbergið, en blandaði líka saman nýjum léttum efnum […]