Þjónustuleiðir og verð

Hefur þú áhuga á að ERR Design hanni fyrir þig, ertu að leita eftir ráðgjöf eða verkefnastjórnun, sendu mér þá línu á edda@err.is

Þjónustuleiðir:

  • Innanhúss arkitekta heimsókn sem ráðgjöf til einstaklinga: Til að koma þér af stað, Edda Rún kemur í heimsókn í allt að 2 klist. Gott að vera búin að undirbúa sig vel fyrir heimsóknina um hvað þið vijið fá út úr henni. Þú velur hvernig tímanum er ráðstafað. Engin eftirvinna eða teikningar eru frá heimsókn. Verð fyrir heimsókn 45.000kr + vsk = 55.800kr (Akstur 7500kr, akstur utan höfuðborgarsvæðisins 1500kr)

  • Innanhúss arkitekta heimsókn sem ráðgjöf til fyrirtækja: Edda Rún kemur í heimsókn í allt að 2 klist. Fer yfir rýmið og gefur góð ráð um betri nýtngu og hvernig hægt er að gera rýmið notendavænna og þægilegra í umgjörð. Þú velur hvernig tímanum er ráðstafað. Engin eftirvinna eða teikningar eru frá heimsókn. Verð fyrir heimsókn 70.000kr + vsk = 86.800kr Akstur 7500kr

  • 8 tíma hönnunarpakki fyrir heimili: Edda Rún kemur í heimsókn og tekur út rýmið sem viðkomandi vill vinna með, laga eða breyta hjá sér. Eftir heimsóknina vinnur ERR Design skjal sem er útbúið sem pdf skjal og sent til viðlomandi í tölvupósti. Viðkomandi er kominn með helstu upplýsingar í hendur og getur hafist handa við þá vinnu sem þarf. Verð fyrir 8 tíma hönnunarpakka: 180.000kr + vsk = 223.200kr

  • Það sem er innifalið í 8 tíma hönnunarpakka:

  • Heimsókn: Þar sem rýmið er tekið út og farið yfir hvað það er sem þarf að hressa upp á og hverju viðkomandi vill breyta. Mikilvægt er að taka fram stærð & staðsetningu húsnæðis.

  • PDF samantekt og tillögur sem viðkomandi fær sent í tölvupósti eftir að hönnunarvinnu ERR Design lýkur, í því skjali koma fram eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á:

  • Moodboard: sem gefur til kynna upplifun af því sem leitað er eftir

  • Tillögur að litum á veggi, nr á litum eða nofn og hvar hægt er að nálgast þá.

  • Tillögur um gólfefni, hvar er hægt að nálgast það

  • Tillögur um innréttingar, hvar er hægt að nálgast þær

  • Tillögur að aukahlutum eins og t.d gardínum, lampa, skreytingar, myndir og fleira.

  • Innanhússhönnun og sérverkefni: Fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja láta hanna eða endurhanna fyrir sig eitt eða fleiri rými. 

    Mikilvægt er að fram komi í lýsingunni stærð og staðsetning húsnæðis, hvaða verkþætti á að vinna og hvenær vinnu innanhússarkitekts þarf að vera lokið

    Viðmiðunaráætlun er gerð fyrir hvert verkefni áður en hafist er handa.

    Boðið er upp á mood board, teikningar, val á húsgögnum eða innréttingum og verkefnastjórn frá byrjun verks til enda. 

    ERR Design mætir : 1 klukkutíma fundur er á 22.500kr + vsk = 31.000kr (Akstur 7500kr Akstur utan stórhöfuðborgarsvæðisins: 1500kr), tekur út verkið og sendir áætlun eftir fundinn.  

  • Rodeco barnaleiksvæði :

    sendu upplýsingar um stærð og staðsetningu leiksvæðis, við komum með hugmyndir og sjáum um pöntun frá Rodeco.

  • Jóla- og viðburða skreytingar :

    Sendu upplýsingar um hvernig þjónustu þú þarft á að halda og við komum með hugmyndir, veljum skreytingar og sjáum um pöntun á þeim.

e - mail
edda@err.is

Sími
6998402