Innanhússarkitektúr & verkefnastjórnun

Vantar þig skapandi lausnir, vellíðan í umhverfi þínu heima, á vinnustaðnum, í versluninni þinni eða á hóteli. Verkefnastjórnun eða hönnun fyrir lítil jafnt sem stór verkefni eða ráðgjöf. Þá ertu komin á réttan stað, sendu línu á edda@err.is varðandi erindi þitt og ég mun hafa samband.

H&M Glerártorg store front.png

H&M á Glerártorgi

ERR Design fann réttu staðsetninguna fyrir H&M inni á Glerártorgi sem uppfylltu kröfur og staðla H&M, 1300m2 verslun með dömu, herra, barna og snyrtivörudeild. Einnig lager og starfsmannarými.

ERR Design sá um að finna til upplýsingar sem þurfti við samningagerð milli H&M og Eikar Fasteignarfélags.

Eftir að samningur var kominn á vann ERR Design sem verkefnastjóri samskipta milli H&M hönnuða & verkefnastjóra og hönnunar teymis Eikar hér heima varðandi uppsetningu á H&M versluninni.

ERR húsið sést frá bryggju 2.jpg

Sumarhús á Seyðisfirði

Heilsárs sumarhúsið á Seyðisfirði var fyrsta verkefnið sem kom á borðið til mín eftir að ég stofnaði ERR Design, þar af leiðandi þykir mér einstaklega vænt um það verkefni. Eigandinn er mikill áhugamaður um hönnun og vildi vanda vel til verka og það má því með sanni segja að þetta var draumaverkefni. Þegar eigandinn hafði samband við mig var húsið fokhelt gamalt skólahús sem hann hafði áhuga á að breyta í heilsárs sumarhús. Húsið er innan við fjörutíu fermetrar að stærð og því talsverð áskorun að nýta plássið sem best. Húsið stendur niðri við fjöru og aðeins eitt annað hús er í grenndinni sem er einnig sumarhús í dag.

Playground 17.jpg

Rodeco Barnaleiksvæði

Rodeco er ævintýra heimur fyrir litla fólkið. Inni sem útileiksvæði, varanlegt eða sem pop up og er þar af leiðandi hægt að færa til. Hægt er að velja stórt eða lítið leiksvæði. ERR Design hannar með hönnuðum og teymi Rodeco það sem hentar fyrir svæðið. Það má sjá Rodeco á Glerártorgi en ERR Design hannaði fyrir Glerártorg tvö pop up leiksvæði, annað stærra og hitt minna. Rodeco leiksvæði er í Smáralind, í sumar verður sett upp á vegum Reykjavíkurborgar úti pop up leiksvæði á skemmtilegum stað og Isavia hefur einnig sett upp Rodeco leiksvæði. Möguleikarnir og útfærslurnar eru óendanlegar. Leiksvæðin henta vel fyrir skóla, bæjarfélög, fyrirtæki, verslanir og verslunarmiðstöðvar, flugvelli og margt fleira. Áhugasamir sendið línu á edda@err.is

Ég leitaði ráðgjafar hjá Eddu Rún þegar ég festi kaup á raðhúsi og  hún aðstoðaði mig við innanhússhönnun. Meðal annars var baðherbergi stækkað, rými undir stiga fékk nýtt hlutverk og þvottahús var útbúið fyrir fimm manna fjölskyldu.

Hún kom með hentugar og skemmtilegar hugmyndir sem ekki höfðu hvarflað að mér. 

Það var virkilega gaman að vinna með Eddu Rún, hún er mjög traust  og áreiðanleg. 

— Ingilaug Erlingsdóttir. Verkefni: raðhús í Garðabæ