Þegar ég starfaði hjá THG Arkitektum, unnum við að hönnun skrifstofurýmis fyrir Morgunblaðið í Hádegismóum. Ég sá um skipulagningu rýmisins innandyra og fékk nokkuð frjálsar hendur við hönnunina eins og að allar hurðir eru hærri en venjulega sem gefur rýminu mikinn sjarma og reisn. Ég notaði gler til að leyfa léttleikanum að flæða yfir rýmið, má þar nefna glerveggi í fundarherbergjum, símaherbergjum og glerbrú. Ég hannaði skúlptúr á vegg með lýsingu og lógói Morgunblaðsins sem snýr að inngangi og skúlptúr á vegg sem þjónar líka sem hljóðdeyfing og snýr að matsal, rýmið er einnig nýtt sem stór opinn fundarsalur. Ég teiknaði móttökuborðið sem er hringlaga og tengdi það þannig saman við skúlptúrana á veggjunum.
Previous
Previous
Stígur skóverslun
Next
Next