Ég hannaði gallerí & gjafavöruverslun í lítilli verslunarkringlu sem heitir Kingly Court á Carnaby Street. Þar eru litlar verslanir, kaffi & tehús og veitingastaðir. Verslunin selur gjafavörur frá t.d. Rosendahl og Stelton, skúlptúra og málverk. Ég hannaði útlit verslunarinnar, hillur, glersýningarskápa, afgreiðsluborðið, lógó fyrir verslunina, alveg niður í útlit á pokunum sem kúninn fær. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, mitt fyrsta sjálfstæða verkefni eftir að ég útskrifaðist sem innanhússarkitekt í London.