Um ERR

Edda RúnÉg er Edda Rún Ragnarsdóttir og er með BA gráðu í innanhúsaarkitekt og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Ég stundaði nám við innanhúsaarkitektinn í tvö ár í Eina, Barcelona og tvö ár í Guildhall University, London og útskrifaðist þaðan með BA gráðu í maí 2004.

Eftir útskrift var ég valin fyrir hönd skólans ástam fjórum öðrum nemendum til að sýna útskriftarverkefnið mitt á stórri hönnunarsýningu í London sem heitir “The New Designers” Það var mikill heiður að sýna lokaverkefnið mitt á svona stórri og virtri sýningu, sem stóð yfir í tvær vikur. Þangað kom mikið af fólki, bæði fagfólki og áhugafólki um hönnun. Lokaverkefnið mitt var spænskur veitingarstaður og bar á Íslandi í gamla apótekshúsinu við Pósthússtræti.

Ég starfaði sjálfstætt í eitt ár í London eftir útskrift og hannaði á þeim tíma verslun sem seldi listmuni & hönnun og var staðsett í hjarta London, Carnaby street sem liggur á milli Oxford street og Regent street. Ég hannaði alla umgjörðina, ímynd og lógó fyrir verslunina. Einnig vann ég við ýmis minni verkefni í London.

Árið 2005 ákvað ég að breyta til og flytja heim til Íslands eftir átta ára búsetu í Ítalíu, Portúgal, Spáni og Bretlandi. Ég var búin að troðfylla bakpokann minn af þekkingu um hönnun og lífstíl sem mig langaði að deila með mér.

Ég hóf störf hjá THG Arkitektum, en ég var búin að vinna þar öll sumrin á meðan ég var í námi. Hjá THG Arkitektum vann ég við mikla fjölbreytni, alveg frá því að teikna íbúðir fyrir aldraða, litlar verslanir, endurbætur á kaffihúsi og skrifstofum. En stærsta verkefnið mitt var hönnun á nýja skrifstofuhúsinu fyrir Morgunblaðið í Hádegismóa og kom meðal annars viðtal við mig í Innlit-Útlit vegna þess. Einnig kom viðtal við mig í sama þætti vegna hönnun minnar á einbýlishúsi, þar sem
öllu var hent út og ég endurhannaði frá grunni.

Ég hef einnig tekið að mér að hanna lógó fyrir fyrirtæki, og má þar nefna, EFF Fasteign, Klasa, ÞOR – Þróun og Ráðgjöf og Digit.

ERR Design býður upp á innanhúsaarkitektúr, hönnun og gerð lógóa fyrir fyrirtæki.  Einnig veitir ERR Desgin ráðgjöf um innanhúsaarkitektúr & hönnun á stórum sem smáum rýmum og hlutum.

Edda (hjá) ERR.is