Pósthússtræti skrifstofuhúsnæði (í gamla apótekhúsinu)

Eignarhaldsfélagið Fasteign og Klasi voru með skrifstofur í Pósthússtræti, í gamla apótekhúsinu. Það var mjög gaman að hanna inn í svona gömlu húsi með mikla sögu. Ég leyfði mörgu sem vel var gert að halda sér, sérteiknaði stóra og fallega hurð með frönskum gluggum inn í stóra fundarherbergið, en blandaði líka saman nýjum léttum efnum eins og sandblásnu gleri og riðfríu stáli til að stúka af eldhús og biðstofu. Ég teiknaði létt og skemmtilegt eldhús fyrir starfsfólkið, lét blanda sérstakan ljósan jarðarlit sem allir veggir voru málaðir með á móti hvíta antiklitnum í gluggum og hurðum. Ég notaði fallegar svartar steinflísar, spegla og veggfóður til að gera salernið öðruvísi.  Einnig valdi ég öll húsgögnin inn í skrifstofuna og hannaði alla lýsingu.