Morgunblaðshúsið skrifstofur

Morgunblaðshúsið móttaka

Ég hef hannað hin ýmsu skrifstofuhúsnæði, hér má sjá skrifstofuhúsnæði Morgunblaðsins við Hádegismóa. Morgunblaðshúsið var unnið þegar ég starfaði hjá THG Arkitektum ásamt frábæru starfsfólki þess góða fyrirtækis. Ég sá um skipulagningu rýmisins innandýra og fékk nokkuð frjálsar hendur til að koma með áherslu punkta eins og allar hurðir eru hærri en venjulegar hurðir á skrifstofuhúnæðinu sem gefur rýminu mikinn sjarma og reisn. Ég nota gler til að leyfa léttleikanum að flæða yfir rýmið, má þar nefna glerveggi í fundarherbergjum og símaherbergjum, glerbrú o.s.frv.. Skúlptúr í vegg með lýsingu og lógói Morgunblaðsins sem snýr að inngangi og skúlptúr í vegg sem þjónar líka sem hljóðdeyfing sem snýr að matsal, sem einnig er stór og opinn fundarsalur. Ég sérteiknaði einnig móttökuborðið sem er hringlaga og tengdi þannig það saman við hring skúlptúrinn á veggjunum. Það má til gamans geta að það kom viðtal við mig í þættinum Innlit Útlit á Skjá 1 vegna hönnunar á Morgunblaðshúsinu.